Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fuglaverkefni í 1. bekk

01.06.2015
Fuglaverkefni í 1. bekk

Undanfarna daga hafa nemendur í 1.bekkjum verið að læra um fugla. Unnið var með helstu flokka fugla ss. spörfugla, sjófugla, landfugla, máffugla, vaðfugla og vatnafugla og studdumst við aðallega við bókinaÍslenskur Fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson auk þess sem ýmiss fróðleikur er á netinu. Við lærðum um helstu einkenni fugla í þessum flokkum og hvernig þeir laga sig að umhverfinu eins og útlit, liti og feluliti, gogga, fætur o.fl. og þá m.t.t. til hvar þeir búa. Einnig lærðum við um stærð þeirra, þyngd, lengd vænghafs, fæðu, fjölda eggja sem þeir verpa og hlustuðum á hljóð þeirra svo eitthvað sé nefnt. Börnin voru mjög áhugasöm og sköpuðust oft ansi fróðlegar og skemmtilegar umræður í kennslustundum. Verkefnabækurnar lukkuðust vel og gaman að sjá hvað börnin í 1.bekk eru orðin dugleg að skrifa og lesa eftir bara eitt ár í skóla. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem sýna afraksturinn fína og vonandi eiga krakkarnir eftir að fylgjast vel með fuglunum í náttúrunni í sumar.

Sjá myndir á myndasíðu árgangsins

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband