Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ársskýrsla skólans

15.08.2015
Ársskýrsla skólans

Ársskýrsla Hofsstaðaskóla skólaárið 2014 til 2015 er komin út.
Markmið ársskýrslunnar er að gera grein fyrir helstu atriðum í skólastarfinu. Leitast er við að gefa yfirlit yfir fjölbreytt skólastarf bæði í texta og myndefni. Auk lýsinga á helstu viðfangsefnum nemenda og starfsmanna er fjallað um ýmislegt sem tókst sérstaklega vel ásamt ábendingum um sitthvað sem betur mætti fara með það að leiðarljósi að þróa og bæta starfið í Hofsstaðaskóla. Besta yfirlitið yfir skólastarfið er þó efnið sem er að finna hér á vefsíðunni, í ýmsum efnisflokkum og ekki síst í fréttum sem birtar eru reglulega og gefa þær góða mynd af starfinu jafnt og þétt yfir skólaárið. Að gerð skýrslunnar koma kennarar, deildarstjórar o.fl. auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra sem ritstýrir verkinu. Skýrsluna má lesa hér. ÁrsskýrslaHofs 2014-2015.pdf

Til baka
English
Hafðu samband