Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræna skólahlaupið

09.09.2015
Norræna skólahlaupið

Nemendur Hofsstaðskóla hlupu í blíðskapaveðri Norræna skólahlaupið miðvikudaginn 2. september. Mjög góð þátttaka var í hlaupinu og hlupu 95% nemenda skólans. Nemendur gátu nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Nokkrir hlupu þó lengra eða 12,5 km. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Nemendur Hofsstaðskóla hlupu alls 1792,5 km eða rúmlega hringinn í kringum Ísland og rétt rúmalega til Akureyrar aftur. Hringvegurinn er samtals 1332 km á lengd og liggur um alla landshluta nema Vestfirði og Miðhálendið. Nemendur Hofsstaðaskóla hlupu að meðaltali 3,9 km hver. 6.ÖM hljóp mest eða 177,5 km sem gerði 7,4 km að meðaltali á hvern nemenda í bekknum. Glæsilega gert!

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband