Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur við Vífilsstaðavatn

15.10.2015
Nemendur í 7. bekk fóru í vettvangsferð upp að Vífilsstaðavatni 7. október sl. Ferðin hófst á því að nemendur ásamt kennurum hjóluðu að vatninu. Þar tók Bjarni Jónsson fiskifræðingur á móti hópnum. Nemendum var skipt í tvo hópa og unnu þeir verkefni undir dyggri leiðsögn Bjarna og kennara. Nemendur skoðuðu umhverfið og rifjuðu upp örnefni, hjálpuðu Bjarna við að ná fiskum úr neti og skoðuðu þá. Jafnframt voru tekin sýni úr læknum og vatninu til að rannsaka nánar í skólanum.
Daginn eftir var svo unnið við að greina sýnin í víðsjá með greiningarlyklum. Nemendur fengu einnig að kryfja fisk úr vatninu og lærðu í leiðinni um líffæri fiska. Það er orðinn fastur liður á hverju hausti að nemendur heimsæki Vífilsstaðavatn og fræðist um lífríkið þar. Í þeirri vinnu læra nemendur heilmargt um vatn og vatnagerðir, fugla og plöntur í votlendi og móum auk þess sem fjallað er um fiska og smádýr sem lifa í fersku vatni. Vinnan var afar skemmtileg og lærdómsrík að mati nemenda.
Kíkið á myndir frá ferðinni og úrvinnslunni á myndasíðu 7. bekkja
Til baka
English
Hafðu samband