Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsadagur þriðjudaginn 27. október

23.10.2015
Bangsadagur þriðjudaginn 27. október

Þriðjudaginn 27. október höldum við sérstaklega upp á bangsadaginn á bókasafni skólans með nemendum í 1. og 2. bekk. Þeim er boðið að koma á safnið og sjá eldri nemendur um að ná í hópana og lesa fyrir þau bangsasögu. Hver heimsókn tekur +/- 15 mínútur. Að sjálfsögðu eru allir bangsar velkomnir með börnum á yngra stigi (1.-4. bekk).  

Síðan 1998 hafa bókasöfn á Norðurlöndum haldið Bangsadaginn hátíðlegan. Það er einkar viðeigandi að tengja bangsa og bókasöfn á þennan hátt því bangsar eru söguhetjur margra vinsælla barnabóka. Dagurinn sem bangsavinir hafa valið sér er 27. október, afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Roosevelt var mikill skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á bjarnarveiðum hafi hann vorkennt litlum, varnarlausum bjarnarhúni og sleppt honum lausum. Washington Post birti skopmynd af þessu atviki sem vakti mikla athygli.
Til baka
English
Hafðu samband