Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fridolin mús í heimsreisu

29.10.2015
Fridolin mús í heimsreisu

Við í Hofsstaðaskóla fengum óvæntan gest í heimsókn á dögunum. Það var heimshornaflakkarinn Fridolin mús. Hann hóf för sína í Zürich í Sviss hjá 3. bekk í Hittnau og er bekkjarlukkudýr krakka í grunnskóla þar. Hann kom hingað til okkar frá Edinborg í Skotlandi á leið sinni til Kanada. Elín Sigríður í 4. ÁS aðstoðaði Fridolin við að kynna sér skólann okkar. Hún ætlar síðan að skrifa upp fyrir hann minningarnar sem hann safnaði sér í heimsókninni til Íslands og senda krökkunum í Sviss. Þær verða síðan birtar á heimasíðu Fridolins ásamt myndunum sem teknar voru hér. Ferð Fridolins er hvergi nærri lokið því hann á eftir að ferðast til fjölda landa og milli heimsálfa.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu bekkjarins

Til baka
English
Hafðu samband