Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skemmtileg skemmtun

29.10.2015
Skemmtileg skemmtun

Nú hafa krakkarnir í 4.ÁS haldið skemmtun á sal fyrir nemendur á yngra stigi. Skemmtunin fór fram á föstudagsmorguninn 23. október og í kjölfarið var foreldrum boðið á bekkjarkvöld þriðjudaginn 27. október.
Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og stóðu nemendur sig með prýði. Boðið var uppá dansatriði og skemmtilegar stuttmyndir n.k. örsögur. Áhorfendur í sal voru til fyrirmyndar og virtust skemmta sér hið besta. Færum við 4.ÁS bestu þakkir fyrir skemmtunina.

Við undirbúning nutu krakkarnir aðstoðar Ágústu umsjónarkennara, Önnu Margrétar meistaranema, Unnar tónmenntakennara og Elísabetar kennsluráðgjafa.

Á myndasíðu bekkjarins má nálgast fleiri myndir og hér má nálgast stuttmyndirnar:

Skólarokk

Fótboltinn

Hrikaleg frétt

Þjófarnir í Hofsstaðaskóla

Ninjurnar og sundgleraugnastúlkan!

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband