Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn 5. AMH á Landnámssýninguna

10.11.2015
Heimsókn 5. AMH á Landnámssýninguna

Fimmtudaginn 5. nóvember fór 5. AMH í ferð á Landnámssýninguna 871+-1 í tengslum við námsefni um víkingaöldina. Tekið var afar vel á móti hópnum. Nemendur voru fræddir um hvernig Reykjavík leit út á landnámsöld og ýmsar fornminjar skoðaðar ásamt rústum af landnámsbænum og tölvulíkan af því hvernig bærinn hefur verið byggður. Í lokin fengu nemendur svo fræðslu um leikföng landnámsbarna og fengu stund til að leika sér aðeins með þau. Nemendur voru mjög áhugasamir og prúðir meðan á heimsókninni stóð og lærðu heilmikið.

Sjá myndir á myndsíðu 5. AMH

Til baka
English
Hafðu samband