Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu 2015

16.11.2015
Dagur íslenskrar tungu 2015

Í dag mánudaginn 16. nóvember var Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Ríkisstjórn Íslands ákvað að tillögu menntamálaráðherra haustið 1995 að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Fjölmargir aðilar leggja því hönd á plóg og efna til viðburða af ýmsu tagi. Nemendur yngri deildar söfnuðust saman í sal skólans í morgunsárið og sáu nemendur í 3. bekk um dagskrána. Meðan nemendur gengu í salinn spilaði Magnús Stephensen á píanó. Dagskráin hófst með fallegum söng allra nemenda í 3. bekk.

Í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna var ákveðið að þessu sinni að helga dagskrána konum og sáu stúlkurnar í 3. bekk um að kynna kvenrithöfundana: Guðrúnu Helgadóttur, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Kristjönu Friðbjörnsdóttur og Sigrúnu Eldjárn. Að því loknu sungu allar stúlkur í 3. bekk eitt lag. Dagskránni lauk með samsögn allra nemenda í salnum á laginu Á íslensku má alltaf finna svar sem er einkar viðeigandi á degi sem þessum.

 Á myndasíðu skólans eru myndir af viðburðinum

Til baka
English
Hafðu samband