Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rauður dagur 15. desember

14.12.2015
Rauður dagur 15. desember

Venju samkæmt er svo kallaður Rauður dagur í Hofsstaðaskóla í desember. Að þessu sinni varð þriðjudagurinn 15. desember fyrir valinu. Í tilefni dagsins mæta allir, nemendur og starfsmenn í rauðum klæðum eða skreyta sig með rauðum lit. Kokkarnir hjá Skólamat bjóða upp á hangikjöt að íslenskum sið sem nemendur og starfsfólk borða í fallega skreyttum matsalnum. Nemendur úr 7. bekk aðstoða við borðhaldið.

 

Til baka
English
Hafðu samband