Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak Ævars vísindamanns

12.01.2016
Lestrarátak Ævars vísindamannsHvetjum alla nemendur til lesturs.
Þann 1. janúar hófst lestrarátak Ævars vísindamanns. Átakið stendur til 1. mars 2016 og er fyrir alla krakka í 1.-7. bekk.

Lestrarátakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1. - 7. bekk lesa fylla þau út miða sem þau sækja í gegnum www.visindamadur.is eða á bóksafn skólans. Foreldri eða kennari kvitta á hvern miða og svo verður miðinn settur í kassann góða sem staðsettur er á bókasafni skólans.
Í lok átaksins verða miðarnir sendir til Heimilis og skóla, en starfsfólkið þar munu sjá um að taka við þeim. Því fleiri bækur sem börnin lesa því fleiri miða eiga þau í pottinum. Það skiptir engu máli hvort bókin sem er lesin sé löng eða stutt, teiknimyndasaga, myndasögusyrpa eða skáldsaga - bara svo lengi sem börnin lesa.
Sömuleiðis skiptir tungumálið sem bókin er á ekki máli. Bækurnar mega vera á íslensku, dönsku, frönsku, pólsku, japönsku, ensku osfrv. - bara svo lengi sem börnin lesa.

Í lok átaksins dregur Ævar út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa (Bernskubrek Ævars vísindamanns 2: Árás vélmennakennaranna) sem kemur út með vorinu hjá Forlaginu - svo það er til mikils að vinna.

Þetta lestrarátak er gert af bókaormi, til að reyna að búa til nýja bókaorma - en það er dýrategund sem má alls ekki deyja út.
Til baka
English
Hafðu samband