Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölbreytt og skemmtileg sýning hjá 4. HK

21.01.2016
Fjölbreytt og skemmtileg sýning hjá 4. HK

Nú hafa krakkarnir í 4. HK séð um skemmtidagskrá á sal fyrir nemendur á yngra stigi. Skemmtunin fór fram föstudagsmorguninn 15. janúar. Kvöldið áður var bekkjarkvöld þar sem foreldrum var boðið að horfa á skemmtiatriðin. Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg og stóðu nemendur sig með prýði. Boðið var uppá leikrit en inn í leikritið fléttuðust dans- og söngatriði og skemmtilegt tónlistarmyndband. Áhorfendur í sal voru til fyrirmyndar og virtust skemmta sér hið besta. Til hamingju 4. HK með flotta skemmtun og kærar þakkir. Við undirbúning nutu krakkarnir aðstoðar Hrannar Kjærnested umsjónarkennara, og Elísabetar kennsluráðgjafa.

Á myndasíðu bekkjarins  má nálgast ljósmyndir frá skemmtuninni. Einnig má nálgast myndband frá skemmtuninni sem þeir Kristján og Kristófer nemendur í 7. bekk tóku upp og klipptu saman.


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband