Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesum meira

22.01.2016
Lesum meiraLesum meira er samstarfsverkefni skólasafnskennara og umsjónarkennara í 7. bekk. Frá því í nóvember hafa krakkarnir í 7. bekk verið að lesa bækur af ákveðnum lista (10 bækur) og svo fóru þeir í könnun úr bókunum. Fjórir stigahæstu nemendurnir úr hverjum bekk voru valdir í bekkjarlið til að taka þátt í spurningakeppni sem fram fór á sal skólans miðvikudaginn 20. janúar. Mikil stemning var í skólanum, hvert lið var með sinn liðs lit og mikil spenna var í loftinu. Hver bekkur var búinn að semja stuðningslög sem sungin voru á keppninni. Spurningakeppnin skiptist í fjóra hluta: Hraðaspurningar, vísbendingaspurningar, leikin orð og valflokka. Mikil spenna var í keppninni. Það var síðan 7. GHS sem bar að lokum sigur úr býtum við mikinn fögnuð stuðningamanna sinna, 7. KÓ varð í öðru sæti og 7. ÓP í þriðja sæti. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér konunglega og stóðu sig frábærlega og gengu glaðir út í daginn.

Myndir frá keppninni eru komnar inn á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband