Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forritunarkeppni grunnskólanna

03.02.2016
Forritunarkeppni grunnskólanna

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, mun halda Forritunarkeppni grunnskólanna 1.–2. apríl næstkomandi. Hugmyndin af keppninni er sprottin frá kennurum á tölvubraut og koma þeir að framkvæmd keppninnar með aðstoð, bæði fyrrum og núverandi, nemenda við skólann. Þess má til gamans geta að nemandi á tölvubraut hannaði og forritaði heimasíðuna og nemandi í grafískri miðlun hannaði logo keppninnar.

Forritunarkeppnin er opin öllum grunnskólanemendum sem hafa áhuga á forritun. Markmið keppninnar er að kynna fyrir grunnskólanemendum forritun og að grunnskólanemendur komi saman og leysi skemmtileg verkefni. Í keppninni mega nemendur vinna í 2.–3. manna hópum ef þeir vilja en mega einnig vinna einir.
Til þess að undirbúa grunnskólanemendur fyrir keppnina mun Tækniskólinn standa fyrir forritunarbúðum þeim að kostnaðarlausu. Þar munu nemendur á tölvubraut Upplýsingatækniskólans fara yfir grunnatriði forritunar og er þetta frábær leið til þess að kynnast forritun eða vilja læra meira. Forritunarbúðirnar verða helgina 12.–13. febrúar. Ef nemendur vilja undirbúa sig betur fyrir forritunarbúðirnar eða keppnina sjálfa þá bendum við á youtube síðu keppninnar, þar er að finna bæði fyrirlestra og dæmi.
Allar nánari upplýsingar um Forritunarkeppni grunnskólanna er að finna á heimasíðu keppninnar kodun.is.

Til baka
English
Hafðu samband