Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skór í gegnum aldirnar

25.02.2016
Skór í gegnum aldirnar

Á sprengidag heimsótti 4. ÁS Þjóðminjasafnið. Heimsóknin var í tengslum við námið um íslenska þjóðhætti. Þess má geta að í byrjun verkefnisins fengum við að láni kistil frá Þjóðminjasafninu með ýmsum forvitnilegum hlutum sem urðu kveikjan að því sem á eftir kom.

Meginmarkmiðið með verkefninu var að krakkarnir fengju tækifæri til þess að kynnast því hvernig börn höfðu það um 1900 á Íslandi eða „ í fortíðinni“ eins og 4. ÁS vildi nota um gamla daga og bera það saman við þeirra raunveruleika, nútímann og velta því fyrir sér hvernig krakkar framtíðarinnar koma til með að hafa það.

Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu bekkjarins

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband