Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennsla í 3. bekk

25.02.2016
Útikennsla í 3. bekkFlottu krakkarnir í 3.bekk hafa byrjað undanfarna þriðjudagsmorgna á hressandi útikennslu. Þau hafa ekkert látið kuldan og myrkrið á sig fá heldur klæða þau sig vel upp og keppast við að leysa alls konar verkefni í nágrenni Hofsstaðaskóla. Einn þriðjudaginn var viðfangsefnið umferðarfræðsla. Þá fræddust krakkarnir um ábyrga hegðun í umferðinni, hverju þyrfti að huga að í umferðinni við skólann og svo skoðuðu þau mismunandi umferðarskilti í nærumhverfinu. Mest spennandi var þó þegar þau könnuðu hraðakstur við Bæjarbraut. Þá komust þau að því og voru mjög hissa á að það eru alls ekki allir ökumenn sem fara eftir reglum um hversu hratt má keyra þar, þrátt fyrir hraðaskiltið. Einhverjir voru á því að hringja skyldi á lögguna um hæl því þetta gengi að sjálfsögðu ekki. En í staðinn sættumst við á að gera okkar besta í að breiða út boðskapinn ,að fara eftir öllum umferðarreglum.
Til baka
English
Hafðu samband