Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundkeppni grunnskólanna 2016

09.03.2016
Boðsundkeppni grunnskólanna 2016

Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í þriðja sinn þriðjudaginn 8. mars. 16 nemendur úr 5. - 7. bekk Hofsstaðaskóla tóku þátt í keppninni og stóðu þeir sig mjög vel.
Sundsamband Íslands hélt keppnina í Laugardalslaug í góðu samstarfi við dómara, þjálfara, tæknifólk og síðast en ekki síst starfsfólk laugarinnar en án þeirra væri ekki hægt að halda þessa skemmtilegu keppni. Alls voru 34 skólar skráðir til leiks með 64 lið í heildina.  Keppt var í flokki 5.-7. bekkjar annarsvegar og 8.-10. bekkjar hinsvegar í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð.

Keppnin fór þannig fram að átta hröðustu liðin úr hvorum flokki fóru í undanúrslit og síðan fóru fjögur hröðustu liðin áfram í fyrri úrslitariðil. Þar kepptu liðin um að komast í lokaúrslitariðil og kepptu um verðlaunasætin þrjú.
Gífurleg stemning myndaðist í lauginni en ætla má að um 550 börn hafi mætt í laugina ásamt fylgdarfólki. Áhorfendur sem settu mikinn svip á mótið voru hátt í 200, það er óhætt að segja það að sjaldan eða aldrei hefur verið kominn saman svona mikill fjöldi í Laugardalslaug!

Úrslitin fóru þannig í 5.-7. bekk:

1. sæti         Akurskóli - tími 2:08,85 mín
2. sæti         Brekkubæjarskóli- tími 2:17,80 
3. sæti         Grundaskóli- tími 2:19,54

 Nálgast má fleiri myndir á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband