Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slökun og jóga í 3. bekk

16.03.2016
Slökun og jóga í 3. bekkUndanfarin misseri hafa nemendur í 3. A stundað jóga og hugleiðslu. Tímarnir fara fram með þeim hætti að í upphafi tímans eru gerðar liðkandi og styrkjandi æfingar einnig gera nemendur ýmsar öndunaræfingar. Síðan er lesin hugleiðslusaga þar sem hver saga hefur ákveðna merkingu. Í lokin er farið yfir hvað gerðist í sögunni og hver nemandi fær að segja frá sinni upplifun. Við erum ákaflega stolt af börnunum, þau hafa tekið miklum framförum og þau biðja um fá að fara í jóga og slökun. Kíkið á myndasíðu 3. bekkja og sjáið skemmtilega myndir úr jógatímum

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband