Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framtíðarneytendur gera breytingu til batnaðar

18.04.2016
Framtíðarneytendur gera breytingu til batnaðarNemendur 7. ÓP urðu himinlifandi þegar frétt barst um vinning þeirra í Baráttunni gegn matarsóun, en bekkurinn var dreginn út ásamt fjórum öðrum norrænum bekkjum í happdrætti Norden i Skolen. Þeir sigruðu þar með í 2. umferð loftslagsáskorunarinnar, sem gekk út á að vigta matarleifar bekkjarins og fræðast um matarsóun. Bekkurinn fær 5.000 danskar krónur. sem samsvarar um 93.000 íslenskum krónum sem rennur í bekkjarsjóðinn.

Nemendum fannst verkefnið vekja þá til umhugsunar um að minnka matarsóun og eru þeir sammála um að matarsóun hefur minnkað hjá þeim í matsal.

Baráttan gegn matarsóun er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.
Til baka
English
Hafðu samband