Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólríkur íþróttadagur

07.06.2016
Sólríkur íþróttadagur

Þriðjudaginn 7. júní var íþróttadagur. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og blíða og því allir í sólskinsskapi. Nemendum var skipt niður á stöðvar þar sem farið var í ýmsa skemmtilega leiki, þrautir og keppnir. Eftir útiveruna söfnuðust allir saman í íþróttahúsinu Mýrinni þar sem fram fór árleg keppni milli kennara og nemenda í 7. bekk í reipitogi, boðhlaupi og kókosbolluáti. Það er skemmst frá því að segja að kennaraliðið er eitthvað að gefa eftir. Síðastliðinn ár hafa kennarar borið sigur úr býtum í öllum áðurnefndum þrautum en í ár varð breyting á. Nemendur fóru létt með reipitogið og drógu kennara yfir línuna eftir stutt átök og báru einnig sigur úr býtum í boðhlaupinu. Kennarar fengu þó að halda smá reisn með því að sigra í Kókosbolluátinu. Að öðrum ólöstuðum má segja að Ólafur kennari hafi skarað fram úr þar en hann náði að klára litla kók á tveimur og hálfri sekúndu í einum teyg og að hesthúsa kókosbollu í einum bita. Vel gert! Að lokum héldu allir af stað út í það sem eftir lifði dagsins með gleði í hjarta og bros á vör.  Til hamingju nemendur í 7. bekk með sigurinn!

Kíkið á myndir á myndasíðu skólans 2015-2016

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband