Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit

09.06.2016
Skólaslit

Skólaslit voru í Hofsstaðaskóla 9. júní. Nemendur í 5. og 6. bekk mættu á sal skólans. Veitt voru verðlaun fyrir nýsköpun í 5. bekk og lampasamkeppni í 6. bekk. Að athöfn lokinni kvöddu nemendur kennara sína í stofum. Nemendur í 1.-4. bekk kvöddu kennara sína í bekkjarstofum. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir aðstandendur fylgdu börnum sínum.

Skólaslit hjá 7. bekk voru sömuleiðis fimmtudaginn 9. júní kl. 17.30. Nemendur mættu ásamt foreldrum og fjölskyldum í hátíðarsal skólans til að kveðja kennara og starfsfólk. Nemendur kveðja skólann sinn, sumir eftir allt að sjö ára skólagöngu. Tveir nemendur fluttu tónlistaratriði á píanó. Fjórir nemendur fengu viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu skólasamfélagins. Einn fyrir tónlistarflutning og þrír fyrir aðstoð við kennara og nemendur varðandi tæknivinnu. Að lokinni athöfn var boðið upp á súkkulaðiköku og mjólk.
Starfsfólk skólans þakkar fyrir liðinn vetur og óskar ykkur ánægjulegs sumarleyfis og hlakkar til að hitta ykkur aftur næsta haust.
Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst nk.

Sjá myndir frá skólaslitum í:

5. bekk

6. bekk

7. bekk

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband