Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustfundir með foreldrum/forráðamönnum

30.08.2016
Haustfundir með foreldrum/forráðamönnumHaustfundir með foreldrum/forráðamönnum nemenda verða haldnir dagana 5.–13. september 2016. Fundirnir hefjast kl. 8.30 og standa til 9.50. Nemendur mæta í skólann skv. stundaskrá!

Á fundunum kynna kennarar áherslur og starf vetrarins og því er mikilvægt að a.m.k. einn forráðamaður barns mæti. Foreldrum gefst einnig tækifæri til þess að ræða saman um t.d. útivistartíma, skjátíma, afmæli og annað er þurfa þykir. Kosning bekkjarfulltrúa fer fram á fundunum.

Fundartími árganga er eftirfarandi:

Mánudagur 5. september 7. bekkur kl. 8.30-9.50
Þriðjudagur 6. september 3. bekkur kl. 8.30-9.50
Miðvikudagur 7. september 4. bekkur kl. 8.30-9.50
Fimmtudagur 8. september 6. bekkur kl. 8.30-9.50
Föstudagur 9. september 5. bekkur kl. 8.30-9.50
Mánudagur 12. september 2. bekkur kl. 8.30-9.50
Þriðjudagur 13. september 1. bekkur kl. 8.30-9.50

Skólastjórnendur
Til baka
English
Hafðu samband