Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræna skólahlaupið í 5. – 7. bekk

08.09.2016
Norræna skólahlaupið í 5. – 7. bekk

Glæsilegur hópur nemenda í 5. – 7. bekk og kennarar tóku þátt í Norræna skólahlaupinu fimmtudaginn 8. september. Hjólað var upp að Vífilsstaðavatni þar sem allir gengu eða hlupu einn eða tvo hringi í kringum vatnið. Einn hringur er um 2,6 km og leiðin fram og til baka að Vífilsstaðavatni 5 km, þannig að samtals fór hver nemandi að minnsta kosti 7,6 km. Samanlagt fóru nemendur 1490 km sem er rúmlega hringvegurinn kringum landið á þjóðvegi 1.

Skoða má fleiri myndir frá viðburðinum á myndasíðu skólans 2016-2017

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband