Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmt íslenskupróf í 7. bekk með rafrænum hætti

22.09.2016
Samræmt íslenskupróf í 7. bekk með rafrænum hætti

Nemendur í 7. bekk tóku samræmt próf í íslensku fimmtudagsmorguninn 22. september. Prófin voru rafræn og er þetta í fyrsta sinn sem þau voru lögð fyrir með þeim hætti. Framkvæmdin gekk vel. Skömmu fyrir prófið barst tilkynning frá Menntamálastofnun þess efnis að vandkvæði væru við að skrifa broddstafi (á, í, ú, ó) í ritunarþætti prófsins. Vandamálið var ekki til staðar í forprófunum og vandamálið koma ekki upp hjá okkur í Hofsstaðaskóla. Á morgun föstudag þreyta nemendur stærðfræðipróf með sama hætti

Á vef Menntamálaráðuneytisins segir að: „Með því að gera prófin rafræn gefst kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs, stytta vinnslutíma miðlægra prófa, bjóða upp á sveigjanleika í fyrirlögn, auðvelda stuðningsúrræði fyrir nemendur með sérþarfir og gefa kost á að laga próffyrirlögn að hæfni nemenda,”

 

Til baka
English
Hafðu samband