Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gróska í skólum Garðabæjar

28.10.2016
Gróska í skólum Garðabæjar

Starfsfólk leik- og grunnskóla sýndi og kynnti þau fjölbreyttu þróunarverkefni sem unnið er að í skólunum á menntadegi sem haldinn var í fyrsta sinn á starfsdegi skólanna 24. október sl. Verkefnin sem kynnt voru fjölluðu m.a. um félagslega virkni og sjálfsmynd unglinga, forritun vélmenna, heimspeki, teymiskennslu, læsi, stærðfræði, listir og málörvun.
Verkefnin sem kynnt voru á menntadeginum hafa fengið styrki úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ.
Hofsstaðaskóli var gestgjafi menntadagsins að þessu sinni. Húsnæðið hentaði vel til að taka á móti gestum sem voru yfir 300 talsins. Kynningar voru ýmist í formi málstofa eða kynningarbása. Bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands voru einnig með bása þar sem þau kynntu starfssemi sína.
Vonandi verður menntadagurinn árlegur viðburður í skólum Garðabæjar. Hofsstaðaskóli þakkar gestum kærlega fyrir komuna. Fleiri myndir frá viðburðinum er að finna á myndasíðu skólaársins 2016-2017

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband