Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvæð og örugg netnotkun

10.11.2016
Jákvæð og örugg netnotkun

Hafþór Birgisson frá SAFT var með fræðslufund fyrir nemendur í 4. bekk og foreldra þeirra um jákvæða og örugga netnotkun barna í dag, fimmtudaginn 10. nóvember. Í erindi sínu kom hann inn á að internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir alla að þekkja.
Við viljum benda þeim foreldrum sem ekki komust á erindið að lesa sér til um netöryggi. Í umræðum með foreldrum kom fram að margir nemendur eru með öpp í tækjunum sínum sem hægt er að nota á neikvæðan hátt og viljum við benda foreldrum á að skoða vel aldurstakmök sem sett eru á ýmis öpp og ræða um samskipti í gegnum netið við börnin sín.

Um leið er tilvalið að tiltaka hér 10 heilræði sem voru til umfjöllunar á erindinu en heilræðin og nánari útskýringu á þeim má lesa nánar á eftirfarandi slóð ásamt frekari fróðleik: http://saft.is 

1. Uppgötvum netið með börnunum okkar
2. Gerið samkomulag við börnin um netnotkun
3. Hvetjum börnin til að vera gætin þegar þau veita persónulegar upplýsingar
4. Ræðum um þá áhættu sem fylgir því að hitta netvin
5. Kennum börnunum að skoða efnið á netinu með gagnrýnum hætti.
6. Barnið kann að rekast á netefni sem er ekki ætlað börnum
7. Komum upplýsingum um ólöglegt/skaðlegt efni til réttra aðila
8. Hvetjum til góðra netsiða
9. Kynnum okkur netmiðlanotkun barnanna okkar
10. Kennum börnunum að nota netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband