Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Niðurstöður komnar í Bebras áskoruninni

23.11.2016
Niðurstöður komnar í Bebras áskoruninni

Alls tóku 1.700 nemendur í 18 skólum þátt í Bebras áskoruninni í ár. Það voru 315 nemendur í Hofsstaðaskóla sem tóku þátt, sem er mjög gott hlutfall af heildinni og úr skólanum okkar. Við vorum í 3. sæti hvað varðar fjölda þátttakenda á eftir MR sem var með 376 og Vatnsendaskóla sem var með 328 þátttakendur. Áskorunin var mjög krefjandi en skemmtileg og höfum við lært ýmislegt af þátttöku okkar. 

Hver aldursflokkur fékk 10-15 spurningar og voru þær skilgreindar í erfiðleikaflokkum til að jafna keppnina á milli aldurshópa. Hæsta mögulega einkunn var 180 stig í öllum flokkum nema tveimur yngstu (6-8 ára og 8-10 ára). Nemendur í 3. og 4. bekk gátu hæst fengið 153 stig. Engin nemandi fékk 180 stig en hæsta skor var 156 stig.

Stigahæstu nemendurnir í Hofsstaðaskóla koma úr 4. bekk. Þeir náðu báðir 137 stigum hvor af 156 mögulegum, sem er flottur árangur. Á vefnum bebras.is má lesa nánar um þessa skemmtilegu áskorun.

Myndir frá þátttöku hópanna okkar eru á myndasíðu skólans 2016-2017

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband