Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sirkus á sal hjá 2.B

17.02.2017
Sirkus á sal hjá 2.B

Það var líf og fjör í skólanum þennan síðasta föstudagmorgun fyrir vetrarfrí. Þá komu nemendur yngsta stigs saman á sal til að njóta skemmtunar sem að þessu sinni var í boði 2.B. Þessi stóri en flotti hópur hefur staðið í ströngu undanfarið við undirbúning fjölbreyttrar og glæsilegrar dagskrár sem reyndi á hæfni nemenda á mismunandi sviðum. Markmiðið er ávallt að allir taki þátt og leggi eitthvað af mörkum. Búið var að general prófa sýninguna á bekkjarkvöldi með foreldrum sem fram fór fimmtudagskvöldið 16. febrúar. Krakkarnir settu á svið sirkussýningu, Sirkus Ísland og buðu upp á leikrit, dans, flautuleik, brandara, fróðleik um hvali og fleira skemmtilegt. Sannkallaðir listamenn. Til hamingju 2. B með glæsilega frammistöðu!

Skoða fleiri myndir á myndasíðu 2.B

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband