Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör hjá 3. GÞ

06.03.2017
Líf og fjör hjá 3. GÞ

Það var líf og fjör vikuna 27. febrúar til 3. mars hjá 3. GÞ. Nemendur nýkomnir úr vetrarfríi og þeirra beið bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Síðast en ekki síst voru þau að undirbúa bekkjarkvöld og skemmtun á sal en þau sáu um að skemmta nemendum yngri deildar föstudaginn 3. mars. Markmiðið með skemmtun á sal er að efla nemendur í að koma fram, allir taki þátt og leggi eitthvað af mörkum. Ferlið reynir á umsjónarkennara og nemendur því það kallar á gríðarlega samvinnu, útsjónarsemi, hugmyndaauðgi og skipulag. Krakkarnir stóðu sig með miklum sóma og buðu upp á góða skemmtun, fyrst fyrir foreldra seinnipart fimmtudags og svo fyrir yngri deild á föstudagsmorgun allt undir dyggri stjórn Gunnhildar umsjónarkennara svo úr varð hin besta skemmtun eins og sjá má á myndum sem teknar voru á sal á föstudagsmorguninn. 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband