Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. AÞ sýnir á sal

10.03.2017
5. AÞ sýnir á sal

Í dag föstudaginn 9. mars sáu nemendur í 5. AÞ um að skemmta samnemendum í 5.-7. bekk. Undanfarna viku hafa nemendur samið og æft skemmtiatriðin af miklum móð og á fimmtudagskvöldið var bekkjarkvöld þar sem foreldar fengu að njóta skemmtidagskrárinnar. Síðan var stóra stundin komin að skemmta samnemendum. Krökkunum fórst tókst afar vel til. Þau buðu m.a. upp einstaklega skemmtilegt leikrit sem heitir "Gullhárin 3 af kolli kölska" Sviðsmyndin og uppsetning leikritsins var einstaklega skemmtileg og leikur nemendanna var eins og í atvinnumannaleikhúsi. Auk leikritsins sýndu þau dans, sögðu brandara og sýndu myndband þar sem þau fluttu frumsamin ljóð. Að skemmtuninni lokinni héldu allir kátir út í helgina.

Góða helgi

Skoða má fleiri myndir frá skemmtun 5. AÞ á myndasíðu 5.AÞ

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband