Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. RJ skemmti á sal

17.03.2017
3. RJ skemmti á sal

Í dag föstudaginn 17. mars sáu nemendur í 3. RJ um að skemmta samnemendum í 1.-4. bekk. Undanfarna viku hafa nemendur æft skemmtiatriðin undir dyggri stjórn umsjónarkennarans. Á fimmtudagskvöldið var bekkjarkvöld þar sem foreldar fengu að njóta skemmtidagskrárinnar. Síðan var stóra stundin komin að skemmta samnemendum. Krökkunum tókst afar vel til. Þau buðu m.a. upp á einstaklega skemmtilegt leikrit um manninn sem kunni ekki að skjálfa, brandarakarla, fræðslu um himingeiminn, draugabanadans og tískusýningu.  Að skemmtuninni lokinni héldu allir kátir út í helgina.

Góða helgi

Skoða má fleiri myndir frá skemmtun 3. RJ á myndasíðu bekkjarins.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband