Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hönd í hönd- Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

21.03.2017
Hönd í hönd- Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

Allir nemendur og starfsmenn Hofsstaðaskóla föðmuðu skólann þriðjudaginn 21. mars á alþjóðlegum degi gegn kynþáttamisrétti. Mannréttindaskrifstofa Íslands var með tillögu að þessum viðburði. Það voru 520 nemendur auk starfsmanna sem leiddust hönd í hönd hringinn í kringum skólann og sýndu þannig á táknrænan hátt að það er bannað að mismuna vegna útlits og uppruna. Við eigum að njóta þess að vera ólík og allskonar. Í tilefni dagsins nýttu kennarar tækifærið til þess að vera með umræður og umhugsun um kynþáttamisrétti.

Myndir frá viðburðinum eru á myndasíðu skólans 2016-2017 og hér er stutt myndskeið. Kærar þakkir til vinar okkar í FG sem sendi okkur myndir.

#vertunaes #hondihond

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband