Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarmeistarar

22.03.2017
LestrarmeistararÍ febrúar var 4.bekkur með lestrarátak í tilefni Meistaramánaðar. Nemendur stóðu sig vel í átakinu og lásu fjölmargar bækur og meira að segja í vetrarfríinu sem einmitt var í febrúar.

Á dögunum voru svo afhentar viðurkenningar til þeirra nemenda sem lásu að minnsta kosti 5-7 sinnum í viku allar vikur febrúarmánaðar. Fengu þeir afhenta viðurkenningu fyrir frábæran árangur í átakinu.

Hér má sjá myndir af hluta lestrarmeistaranna en alls voru það tæplega 30 nemendur í árganginum sem fengu afhenta viðurkenningu.

Það er gaman að sjá hversu duglegir nemendur eru að lesa og ánægjulegt hversu gott samstarf er á milli heimila og skóla varðandi lesturinn.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband