Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókaverðlaun barnanna 2017

27.04.2017
Bókaverðlaun barnanna 2017Bækurnar Pabbi prófessor og Dagbók Kidda klaufa: hundaheppni
hlutu Bókaverðlaun barnanna sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Borgarbókasafninu á sumardaginn fyrsta. Pabbi prófessor er eftir Gunnar Helgason. Dagbók Kidda klaufa er eftir Jeff Kinney og í þýðingu Helga Jónssonar.

Árlega tilnefna börn á aldrinum 6-15 ára bestu barnabækur ársins. Þær tvær bækur sem fá flest atkvæði hljóta Bókaverðlaun barnanna. Annarsvegar eru veitt verðlaun fyrir frumsamda bók á íslensku og hinsvegar þýdda.

Í ár tóku 2500 börn þátt allstaðar af landinu og voru um 95 bækur tilnefndar.
Til baka
English
Hafðu samband