Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stuðningsfulltrúi óskast í Hofsstaðaskóla skólaárið 2017-2018

27.04.2017

Hofsstaðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúum frá 10. ágúst 2017 í 75% - 100% starf. Vinnutími er frá kl. 8:00-14:00/16.15. Hluti vinnutíma er í tómstundaheimilinu Regnboganum.

Hofsstaðaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.- 7. bekk. Í skólanum eru 540 nemendur. Foreldrar og nemendur eru mjög ánægðir með sérkennsluna og sérfræðiþjónustuna. Nú vantar okkur nýjan liðsmann í hópinn.

Starf stuðningsfulltrúa felst í að aðstoða nemendur í leik og starfi inni og úti undir stjórn deildarstjóra sérkennslu.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.hofsstadaskoli.is 

 

Reynsla og hæfni:

  • Reynsla af starfi með börnum
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd
  • Reynsla af nemendum með sérþarfir æskileg
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur

 

Um er að ræða 75%-100% starfshlutfall frá 10. ágúst 2017.

 

Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2017.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Einarsdóttir deildarstjóri sérkennslu, netfang: margretei@hofsstadaskoli.is. Símanúmer skólans er 590-8100.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits kyns eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Til baka
English
Hafðu samband