Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UNICEF-hreyfing Áhugasamir nemendur fræðast um mikilvægi menntunar fyrir börn á flótta

17.05.2017
UNICEF-hreyfing Áhugasamir nemendur fræðast um mikilvægi menntunar fyrir börn á flótta

UNICEF- hreyfingin er fræðslu og fjáröflunarviðburður sem byggir á hollri hreyfingu og útivist. Nemendur í 5. – 7. bekk fengu fræðslu um mikilvægi menntunar fyri börn á flótta og söfnuðu áheitum fyrir hreyfinguna sem fór fram þriðjudaginn 16. maí. Þá hlupu, skokkuðu eða gengu rúmlega 200 nemendur göngustíginn meðfram Arnarneslæk og fengu að launum einn límmiða í heimspassa sinn fyrir hverja 500 metra. Sumir fóru langt og aðrir styttra en allir tóku þátt og fengu góða hreyfingu í svölu vorloftinu.

Fleiri myndir frá Unicef hreyfingunni eru komnar á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband