Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokahóf Microbit forritunarkennslu

29.05.2017
Lokahóf Microbit forritunarkennslu

Miðvikudaginn 24. maí var fulltrúum Hofsstaðaskóla boðið á lokahóf Micro:bit forritunarleikanna Kóðinn 1.0 sem fram fóru í vetur fyrir nemendur í 6. og 7. bekkjum. Á lokahófinu afhenti Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra viðurkenningar með aðstoð Ævars vísindamanns. Viðurkenningarnar voru afhentar fyrir þátttöku í verkefninu og framkvæmd kennslunnar. Eftir stutt ræðuhöld og afhendingu viðurkenninga var haldið í skoðunarferð um húskynni RÚV þar sem nemendur fengu m.a. að kynnast hljóð- og myndstúdíóum RÚV, búningageymslunni og annarri aðstöðu. 

Forritunarleikarnir Kóðinn 1.0
Nemendur í 6. og 7. bekkjum skólans tókust á við ýmsar áskoranir á vefnum kodinn.is í fjórar vikur fyrir páska. Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni hafði umsjón með kennslunni en áður en hún hófst var haldið stutt námskeið þar sem fengnir voru 2-4 nemendur úr hverjum bekk til að verða aðstoðarmenn í sínum bekk. Aðstoðarmennirnir stóðu sig mjög vel og auðvelduðu kennsluna til muna. Umsjónarkennarar tóku einnig þátt í kennslunni og sóttu námskeiðin sem haldin voru.

Myndir frá lokahófinu eru á myndasíðu skólans 2016-2017Eftir páska var tekinn lokatími og nemendum afhentar Micro:bit smátölvurnar til eignar. Þeir geta því haldið áfram að vinna áskoranirnar og önnur skemmtilegt forritunarverkefni.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband