Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óskilamunir í miklu magni

31.05.2017
Óskilamunir í miklu magni

Ótrúlegt magn af óskilamunum hefur safnast saman í skólanum í vetur og nú er búið að raða öllu á borð í miðrýminu á neðri hæð. Mest er af fatnaði en líka allmörg ómerkt nestisbox og reiðhjólahjálmar auk skófatnaðar. Mikil vinna er jafnan lögð í að koma merktum fatnaði til skila til eigenda en magnið af ómerktum fatnaði er gríðarlegt.

Við skorum á ykkur að koma við og fara í gegn um fatnaðinn sem allra fyrst. Skólinn er opinn frá kl. 07.30 og til kl. 17.00 á daginn. Eftir kl. 16.00 er gengið inn um Regnbogann í kjallaranum.

Í júní verður farið með það sem eftir verður og gefið í fatasöfnun Fjölskylduhjálparinnar.

Með samstarfskveðju
Stjórnendur Hofsstaðaskóla

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband