Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsóttu CCP

07.06.2017
Heimsóttu CCP

Katrín Eva Gunnþórsdóttir og Viktor Páll Veigarsson fengu boð um að heimsækja höfuðstöðvar CCP að Grandagarði í Reykjavík þriðjudaginn 6. júní. Heimsóknin er sérstök viðurkenning fyrir þátttöku í Micro:bit forritunarverkefninu sem nemendur í 6. og 7. bekkjum skólans tóku þátt í. Hjá CCP fengu krakkarnir  að skoða og prófa ýmsa leiki í sýndarveruleika. Hafdís Hreiðarsdóttir tók á móti þeim og kenndi þeim og fræddi um heim sýndarveruleikans og verkefni CCP. Heimsóknin var bæði fræðandi og skemmtileg. Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu skólans

 Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband