Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Plöntuþema í 1. – 4. bekk

07.06.2017
Plöntuþema í 1. – 4. bekkÁ vordögum hafa nemendur í 1. – 4. bekk unnið fjölbreytt verkefni í tengslum við plöntur og tré. Hver árgangur var með sín markmið og útfærðu verkefnin eftir því. 1. bekkingar lærðu til dæmis um uppbyggingu plöntu og hvaða hlutverki rót, stöngull, laufblöð og blóm gegna. 2. bekkur lærði líka um uppbyggingu plöntu og setti hvítar nellikkur í litað vatn (blátt og rautt) og sáu hvernig liturinn sogaðist upp í blómið. Þau fóru líka í Hellisgerði í Hafnarfirði og skoðuðu fjölbreyttu plöntuflóruna sem er þar. 3. bekkingar notuðu plöntuvefinn og unnu verkefni í plöntubók. 4. bekkingar lögðu mesta áherslu á að kynnast helstu trjátegundum á Íslandi og ræktun þeirra. Sérstaklega vegna þess að í lok skólaárs gróðursettu nemendur birkiplöntur í Sandahlíð. Auk þess tóku nemendur í 1. – 3. bekk þátt í ratleik sem var settur upp á skólalóðinni en spurningarnar tengdust allar þemanu. Meðfylgjandi myndir eru úr ratleiknum. Fleiri myndir eru á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband