Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit hjá 1. bekk

08.06.2017
Skólaslit hjá 1. bekk

Í dag fimmtudaginn 8. júní voru skólaslit hjá okkur í Hofsstaðaskóla. Við fallega og hátíðlega athöfn útskrifuðust nemendur í 1. bekkjum eftir sinn fyrsta vetur í Hofsstaðaskóla. Athöfnin hófst á undurfögrum söng en það voru þær Rakel Björnsdóttir og Sara Þorsteinsdóttir, fyrrverandi nemendur skólans sem spiluðu og sungu undurfallega.  Margrét Harðardóttir skólastjóri fékk 2 mínútur til að kveðja og hélt sig innan tímamarka þar sem hún þakkaði samveruna og þau fjölmörgu góðu verkefni sem unnin  voru í vetur. Unnur tónmenntakennari leiddi síðan nemendur í söng og ekki laust við að læðst hafi fram tár á hvarmi foreldra. Allir nemendur fengu að lokum vitnisburðinn sinn afhentan og kvöddu kennara og starfsfólk skólans. Nú horfum við á eftir þessum flottu krökkum inn í sumarið og hlökkum til að sjá þau koma að nýju í haust og halda áfram að vaxa og dafna. Starfsfólk Hofsstaðaskóla óskar þeim og fjölskyldum þeirra velfarnaðar og þakkar samfylgdina í vetur og frábært samstarf.

Á myndasíðu 1.A má sjá myndir frá skólaslitunum þeirra og hér er stutt myndskeið frá athöfninni.

Á myndasíðu 1. B má sjá myndir frá skólaslitunum þeirra og hér er stutt myndskeið frá athöfninni


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband