Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öll skólastig í Garðabæ hlutu Erasmus+styrk

13.09.2017
Öll skólastig í Garðabæ hlutu Erasmus+styrk

Rannís úthlutaði rúmlega um 325 milljónum til 34 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+ árið 2017. Sérstakur verkefnaflokkur er fyrir skólaverkefni þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. Aldrei hafa fleiri verkefnið hlotið styrk en þau voru 26 að þessu sinni. Öll skólastig í Garðabæ eiga fulltrúa í hópi styrkþega:

Lundaból með verkefnið „ Earthworm: one Earth, one World; The Metamorphosis of Sustainability Education in the Early Childhood Education and Care“ Verkefnið tengist sjálfbærnimenntun leikskólabarna. Verkefnastjóri fyrir Lundaból er Maricris Castillo De Luna.

Hofsstaðaskóli með verkefnið: L'école de demain pour tous commence aujourd'hui eða Tomorrow‘s school for all starts today“. Verkefnið snýr að því hvernig nýta má upplýsingatækni á fjölbreyttan hátt til að bæta nám og kennslu. Verkefnastjórar fyrir Hofsstaðaskóla eru Anna Magnea Harðardóttir og Elísabet Benónýsdóttir.

Garðaskóli með verkefnið „ArtVentures in Europe-in search of common roots and perspectives“. Verkefnið tengir saman listsköpun, markaðsmál og bóklegan sagnaarf. Verkefnastjórar fyrir Garðaskóla eru Halla Thorlacius og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ verkefnið REnergy, sem er vinnuheiti en það stendur fyrir „Sustainable development of Europe for a healthy lifestyle - synergy between teaching ecology and exchange of good practices in the field of Renewable Energy and Recycling“. Verkefnið fjallar um umhverfismál, endurnýjanlega orkugjafa og endurvinnslu. Verkefnastjóri verkefnisins fyrir hönd FG er Jóhanna Ingvarsdóttir og er Ísland og FG leiðandi í verkefninu.

Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnin nánar og samstarfslönd er bent á heimasíður skólanna.

 

Til baka
English
Hafðu samband