Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikskólabörn í heimsókn

07.11.2017
Leikskólabörn í heimsóknElstu börnin af vinaleikskólunum Hæðarbóli, Lundabóli og Ökrum hafa komið í sína fyrstu skólaheimsókn í Hofsstaðaskóla. Börnin tóku þátt í samsöng, hlustuðu á upplestur á bókasafninu og skoðuðu bækur. Það var gaman að fá þessa áhugasömu leikskólanemendur í heimsókn. Í desember munu fyrstu bekkingar heimsækja vinaleikskólana. Myndir frá heimsókninni er að finna á myndasíðu skólans
Til baka
English
Hafðu samband