Bebras áskorunin
13.11.2017

Bebras áskorunin fór fram vikuna 6.-10. nóvember. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem hvetur börn til að nota hugsunarhátt forritunar (comp. thinking) við að leysa verkefni. Þessi áskorun kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa skemmtileg verkefni. Bebras áskorunin er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni.
Margir nemendur skólans tóku þátt í ár undir styrkri handleiðslu sinna kennara 7. JB var í þeim hópi. Krökkunum fannst þetta mjög skemmtilegt en sumar þrautirnar voru mikil áskorun fyrir þau. Lesa má nánar um Bebras áskorunina á bebras.is
Á myndasíðu 7. JB eru myndir frá þátttöku þeirra í áskoruninni.