Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnuferð 6.ÓP í Húsdýragarðinn

13.11.2017
Vinnuferð 6.ÓP í HúsdýragarðinnÞriðjudaginn 7. nóvember tóku nemendur í 6. ÓP daginn snemma og fóru í skemmtilega vinnuferð í Húsdýragarðinn í Laugardal. Þau gerðust dýrahirðar þann daginn og skemmtu sér vel við að sjá um dýrin. Þau hlutu mikið hrós frá starfsmönnum Húsdýragarðsins fyrir framkomu og dugnað og voru skólanum til mikils sóma. Skoða má myndir frá heimsókninni á myndasíðu bekkjarins

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband