Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

20.11.2017
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Hofsstaðaskóla föstudaginn 17. nóvember. Hjá yngri nemendum var dagskráin í umsjón 3. bekkinga en hjá þeim eldri í umsjón 5. bekkinga. Þórarinn Eldjárn var maður dagsins ásamt Jónasi Hallgrímssyni en fjallað var um þá báða í máli og myndum, flutt ljóð eftir þá og sungin lög. Þórarinn Eldjárn samdi m.a. lagið Á íslensku má alltaf finna svar sem á vel við á degi sem þessum og að sjálfsögðu var það sungið af nemendum. Þjóðsöngur Íslendinga var sunginn af eldri nemendum við góðar undirtektir áhorfenda.

Á myndasíðu skólans má sjá myndir frá skemmtununum

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband