Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólamánuðurinn genginn í garð

01.12.2017
Jólamánuðurinn genginn í garð

Nú er jólamánuðurinn genginn í garð. Nemendur yngri deildar komu saman á sal í morgun og byrjuðu á að syngja jólalögin sem ylja allra hjörtu. Starfsfólk mætti í fjölbreyttum og lítríkum jólapeysum og Rúnar húsvörður og starfsfólk skólans hefur undanfarna daga unnið að því að koma skólanum í jólabúning. Námsmati fyrir haustönn fer senn að ljúka og í hönd fara fjölbreyttir og skemmtilegir dagar með ýmsum uppákomum, föndri og kræsingum. 

Hér má sjá stutt myndskeið frá samsöngnum og á myndasíðu skólans er hægt að skoða sýnishorn af jólapeysuflórunni sem starfsmenn mættu í.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband