Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesum meira keppnin í 7. bekk

08.12.2017
Lesum meira keppnin í 7. bekk

Spurningakeppnin Lesum meira, keppni á milli 7. bekkja, fór fram fimmtudaginn 7. desember. Nemendur undirbúa sig fyrir keppnina með því að lesa ýmsar bækur. Valið í keppnisliðið byggir á prófi sem lagt er fyrir nemendur þar sem þeir spreyta sig á að svara spurningum úr bókunum og þeir sem ná bestum árangri landa sæti í keppnisliðinu. Liðin mega svo í valspurningahlutanum leita til bekkjarins eftir aðstoð.

Mikil stemning og samstaða var innan bekkja en hver bekkur var búinn að auðkenna sig með sínum lit, bleiku, bláu eða hvítu.  Ólafur Pétursson kennari var spyrill og leiddi hann spurningakeppnina sem skiptist í fjóra hluta: Hraðaspurningar, vísbendingaspurningar, leikin orð og valflokka. Nemendur í 7. JB tóku forskotið mjög fljótlega og breikkaði bilið jafnt og þétt út keppnina og var sigur hvíta liðsins, 7. JB nokkuð öruggur. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér konunglega, stóðu sig frábærlega og gengu glaðir út í daginn.

Myndir frá keppninni eru á myndasíðu 7. bekkja og hér er stutt myndband frá keppninni

Til baka
English
Hafðu samband