Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsluerindi um samskipti fyrir 5. bekk

11.12.2017
Fræðsluerindi um samskipti fyrir 5. bekk6. desember fengu nemendur í 5. bekk fræðsluerindi um samskipti frá Erindi. Í fræðslunni var farið yfir muninn á stríðni, áreitni og einelti og fannst krökkunum áhugavert að skoða samskiptavanda út frá þessum hugtökum. Einnig var farið yfir það hvernig samskiptavandi birtist og mismunandi hlutverk í hópum og hvaða stöðu einstaklingar hafa í hópum. Allir krakkarnir hlustuðu áhugasöm á erindið og þökkum við Erindi fyrir þeirra framlag.
Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum. Samtökin leitast meðal annars við að vekja athygli á mikilvægum málum líðandi stundar sem varða samskipti og líðan nemenda. Samskiptasetur Erindis býður einstaklingum, fjölskyldum og stofnunum upp á ráðgjöf og samráð í málum sem varða samskipti barna og unglinga en hægt er að skoða starfsemi Erindis hér www.erindi.is 
Til baka
English
Hafðu samband