Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rauður dagur

14.12.2017
Rauður dagurÍ dag fimmtudaginn 14. desember var rauður dagur í Hofsstaðaskóla. Þá mættu bæði nemendur og starfsfólk í rauðum fatnaði eða með eitthvað rautt. Í hádeginu var bæði starfsfólki og nemendum boðið upp á dýrindis hangikjöt og meðlæti og í eftirrétt var ís. Nemendur í 7. bekk sáu um að aðstoða í matsalnum og spiluð var jólatónlist. En kíkið á myndirnar á myndasíðu skólans 2017-2018 því þær segja meira en þúsund orð.
Til baka
English
Hafðu samband